Persónuverndarstefna AVIA

1. Ábyrgðaraðili – tilgangur og lagaskylda

AVIA framleiðir gagnvirk námskeið, fræðslukerfi og enskumöt fyrir fyrirtæki og einstaklinga. AVIA er ábyrgðaraðili að skráningu, vistun og vinnslu persónuupplýsinga sem einstaklingar hafa látið AVIA í té og/eða verða til á meðan á viðskiptasambandi stendur.

AVIA er umhugað um persónuvernd og öryggi gagna sem fyrirtækið meðhöndlar. Í þessari persónuverndarstefnu kemur fram í hvaða tilgangi persónuupplýsingum er safnað og hvernig farið er með gögnin. Markmið okkar er að starfsfólk, viðskiptavinir og samstarfsaðilar séu upplýstir um hvernig AVIA safnar og vinnur með persónuupplýsingar, sem skal vera í samræmi við lög nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.

2. Hvað eru persónuupplýsingar

Persónuupplýsingar í skilningi stefnu þessarar eru hvers kyns upplýsingar um persónugreindan eða persónugreinanlegan einstakling, þ.e. upplýsingar sem hægt er að rekja beint eða óbeint til ákveðins einstaklings, sbr. 3. gr. laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Gögn sem eru ópersónugreinanleg teljast ekki persónuupplýsingar.

3. Söfnun og meðhöndlun á persónuupplýsingum

AVIA safnar og varðveitir ýmsar persónuupplýsingar um einstaklinga sem starfa hjá þeim fyrirtækjum sem nýta sér þjónustu Avia og eigin starfsmenn og samstarfsaðila.

Upplýsingar sem þú lætur okkur í té

Vera má að þú látir okkur í té með beinum eða óbeinum hætti persónuupplýsingar er varða þig, til dæmis þegar nýtir þér þjónustu sem við bjóðum upp á, hefur samband við okkur gegnum vef eða með öðrum hætti. Þessar upplýsingar geta verið: Persónugreinanlegar upplýsingar – nafn, heimilisfang, netfang, kennitala, símanúmer o.s.frv.

Upplýsingar sem við söfnum um þig

Þegar þú nýtir þér þjónustu AVIA (t.d. þegar þú skráir þig á námskeið eða í enskumat) þá getur verið að við söfnum eftirfarandi upplýsingum:

  • Persónugreinanlegar upplýsingar – t.d. nafn, kennitölu, netfang, símanúmer og heimilisfang
  • Upplýsingar um námsferil þinn
  • Fjárhagsupplýsingar
  • Vinnuvottorð, t.d. þegar gerður er námssamningur
  • Viðskiptasaga – upplýsingar um kaup, greiðslur og greiðslukortasamþykki vegna fyrri kaupa
  • Upplýsingar um samskipti þín við AVIA
  • Tæknilegar upplýsingar um hvernig þú nýtir vef AVIA – IP-tala, tungumálastillingar, vafrastillingar, tímabeltisstillingar o.fl.
  • Landfræðilegar upplýsingar – landfræðileg staðsetning


Ekki eru um tæmandi lista að ræða þar sem aðrir þættir geta haft áhrif á þær upplýsingar sem safna þarf í þágu starfseminnar. Upplýsingar eru unnar í þágu þess að AVIA geti uppfyllt skuldbindingar sínar gagnvart viðskiptavinum, en einnig getur vinnsla farið fram á grundvelli annarra lögmætra hagsmuna.

Þær upplýsingar sem þú lætur okkur í té auk upplýsinga um vöru eða þjónustu og fjárhagsupplýsingar eru nauðsynlegar til þess að við getum efnt okkar samningsskyldur gagnvart þér (veitt umbeðna þjónustu). Tilgangur söfnunar annarra upplýsinga er skýrður hér á eftir.

Meðhöndlun persónuupplýsinga

Við notum persónuupplýsingar í eftirfarandi tilgangi (listinn er ekki tæmandi):

  • til að svara fyrirspurnum og bregðast við óskum þínum, t.d. til að senda þér fréttabréf eða til að svara spurningum þínum og athugasemdum.
  • til að senda stjórnunarupplýsingar til þín, t.d. upplýsingar um breytingar á skilmálum, skilyrðum og stefnum. Þar sem þessar upplýsingar geta verið mikilvægar fyrir notkun þína á síðunum, getur þú ekki valið að fá ekki þessar upplýsingar.
  • til að veita þér þjónustu, s.s. skrá þig á námskeið og fleira. 
  • til að upplýsa um fræðsluframboð okkar og/eða þjónustu, kynningar og verkefni og til að geta sent boðskort um þátttöku í einstökum verkefnum eða viðburðum og í beinum markaðstengdum tilgangi.
  • til að sníða heimsóknir þínar á síðurnar að þér með því að bjóða þér vörur, þjónustu og tilboð sem henta þér með hliðsjón af þeim persónuupplýsingum sem þú veittir okkur.
  • til að gera þér kleift að taka þátt í könnunum og kynningum og til að þú getir stjórnað slíkum aðgerðum. 
  • til að leyfa þér að taka þátt í deilingu efnis á samfélagsmiðlum, þ.m.t. með virku streymi á samfélagsmiðlum.
  • í viðskiptatilgangi Avia, t.d. við að greiningar og stjórnun, innri stjórnun og áætlanagerð, við markaðsrannsóknir, endurskoðun, við þróun nýrrar vöru, til að bæta heimasíðuna, til að bæta þjónustuna og vörurnar, til að bera kennsl á notkunarhætti, til að meta skilvirkni kynninga, til að sérsníða upplifun síðunnar og innihald skv. fyrri notkun þinni á síðunni, og til að mæla ánægju viðskiptavina og veita viðskiptavinum þjónustu (þ.m.t. úrræðaleit í tengslum við mál sem koma upp hjá viðskiptavinum).

4. Miðlun persónuupplýsinga til þriðja aðila

AVIA deilir ekki upplýsingum með ótengdum aðilum og þá einungis í þeim tilgangi sem tilgreindur er. Þeir tengdu aðilar sem Avia deilir upplýsingum með eru: ISAVIA, LearnWorlds, Vinnueftirlitið, Samgöngustofa og fyrirtæki viðkomandi starfsmanns.

5. Öryggi gagna

AVIA leitast við að vista öll gögn á öruggum stöðum í viðurkenndum tölvukerfum, þar sem áhersla er lögð á verndun persónuupplýsinga. Dæmi um öryggisráðstafanir eru aðgangsstýringar að kerfum. Leitast er við að vernda persónuupplýsingar gegn því að þær breytist eða glatist ásamt því að vernda upplýsingarnar gegn óleyfilegum aðgangi, notkun, afritun eða miðlun þeirra.

Enskumat AVIA fellur undir reglugerð nr. 400/2008 með breytingum nr. 439/2012 og þar er kveðið á að gögn skulu geymd í minnst 6 ár.


6. Réttindi einstaklinga

Samkvæmt persónuverndarlögum átt þú rétt á að fá upplýsingar um og aðgang að þeim persónuupplýsingum sem við varðveitum um þig. Þú getur einnig í einhverjum tilvikum átt rétt á að persónuupplýsingar um þig verði leiðréttar, framsendar annað eða þeim eytt.

7. Endurskoðun á persónuverndarstefnu

Persónuverndarstefna þessi er endurskoðuð reglulega og kann að taka breytingum efir því sem við á. Þessi fyrsta útgáfa var gerð 25. apríl 2022

8. Fyrirspurnir og kvartanir

Persónuverndarfulltrúi AVIA er Edda Lilja Sveinsdóttir. Spurningum eða öðrum ábendingum er varða persónuverndarmál AVIA er hægt að koma áleiðis til persónuverndarfulltrúa á [email protected].