Íslandshótel

Gagnvirkt námskeið
Vefkennsla
Eloomi námsnet
Réttindanámskieð

Um verkefnið

Íslandshótel reka hótel um allt land þar sem mikil áhersla er lögð á öryggi. Á hverju hóteli er starfandi öryggistrúnaðarmaður og öryggisvörður. Markmið með námskeiðinu var að skapa gagnvirkt námskeið þar sem nemendur fengu kennslu skv. námsskrá vinnueftirlitsins og yrðu gildir öryggistrúnaðarmenn og öryggisverðir. 

Write your awesome label here.
Write your awesome label here.

Vefkennsla

Meðfram vefnámskeiðinu nutu nemendur leiðsagnar sérfræðings sem gat útskýrt fyrir hugtök og reglur og aðstoðað við lausn verkefna. Regluleg hópverkefni voru í námskeiðinu þar sem hóparnir kynntu lausnir sínar við verkefnum og fengu endurgjöf. 

Gagnvirk verkefni

Í vefnámskeiðinu var gagnvirkt efni þar sem nemendur gátu prufað að framkvæma verkefni sem eru partur af reglulegu öryggisstarfi t.d. áhættumöt og öryggisáætlanir. Nemendur gátu notað námskeiðið sem stuðningsefni og í lok dags fór hópurinn saman yfir lausnir á verkefnum og fékk endurgjöf. Í sumum tilvikum urðu lausnir á verkefnum að umbótum á vinnustað svo námskeiðið bar strax árangur. 

Write your awesome label here.

Umsögn

Fengum Sólon til þess að sérsmíða þriggja daga námskeið fyrir okkur sem var að hluta til rafrænt fræðsluefni og að hluta til kennt live á netinu. Verkefnið var faglega unnið, framsetning til fyrirmyndar og skilaði námskeiðið að lokum meiri árangri en við vonuðumst eftir. Sólon er mjög traustur og hverrar krónu virði að hafa fengið hann í verkefnið. Mælum hiklaust með honum!

Stefán Karl Snorrason
Öryggis og gæðastjóri Íslandshótela